*

laugardagur, 19. september 2020
Innlent 5. nóvember 2019 18:15

Fleiri erlendir gista á hótelum

Erlendir ferðamenn eyddu fleiri nóttum á hótelum á þriðja ársfjórðungi núna í ár en á síðasta ári.

Ritstjórn
Ferðamönnum frá Norðurlöndunum hefur fjölgað mikið á þessu ári miðað við 2018.
Haraldur Guðjónsson

Gistinóttum erlendra ferðamanna á hótelum á þriðja ársfjórðungi fjölgaði um 0,7% borið saman við sama tímabil í fyrra,“ segir í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans sem birt var í dag, en fjölgunin kemur í fækkunar á fyrri helmingi ársins. 

„Fjölgunin nú á þriðja fjórðungi verður að teljast nokkur gleðitíðindi í ljósi þess að WOW air fór í þrot í lok mars, en félagið flutti mjög stóran hluta erlendra ferðamanna til og frá landinu. Fækkun gistinátta var 3,3% á fyrsta fjórðungi en 1,5% á öðrum fjórðungi.“

Fjölgunin er aðallega tilkominn vegna fjölgun gistinátta ferðamanna frá Vestur-Evrópu, að Norðurlöndunum undanskildum, sem lögðu til 3,2% til vaxtarins, en framlag ferðamanna frá Norðurlöndunum nam 1,2%,. 

Ferðamenn frá Norðurlöndunum eyddu töluvert fleiri nóttum á hótelum það sem af er árinu samanborið við sama tímabil í fyrra. Gistinóttum Norðurlandabúa fjölgaði um 18,5% á þriðja ársfjórðungi en þeim fjölgaði einnig á fyrstu tveimur fjórðungum ársins, um 19,3% á fyrsta ársfjórðungi og 14,4% á öðrum ársfjórðungi. Mikil fjölgun á fyrstu þremur ársfjórðungum hjá Norðurlöndunum skýrist fyrst og fremst af fjölgun gistinátta Dana. 

Brotthvarf Wow hefur haft mun meiri áhrif fjölda ferðamanna frá Norður Ameríku en evrópskra ferðamanna. Fækkun gistinátta íbúa Norður Ameríku liggur á bilinu 8-12% á fyrstu þremur fjórðungum ársins. 

 

Stikkorð: Gistinætur ferðamenn hótel