Frá 17. ágúst hafa 45 fyrirtæki með eignir yfir milljarð dollara, 139 milljarða króna, sótt um greiðslustöðvun til að endurskipuleggja fjárhaginn sinn á þessu ári. 38 félög höfðu sótt um fjárhagslega endurskipulagningu á sama tíma árið 2009 en 18 í fyrra.

Haft er eftir stjórnanda í félaginu New Generation Research, sem safnar meðal annars gögnum um fjárhagsstöðu fyrirtækja, í viðtali við Financial Times að hagkerfið sé að stíga sín fyrstu skref í „gjaldþrota hringrás“.

Enn fremur segir hann að þróunin mun koma til með að dreifast um margvíslega atvinnuvegi. Alls hafa 157 fyrirtæki með eignir yfir 50 milljónir dollara, sjö milljarða króna, sótt um greiðslustöðvun. Olíufélög hafa farið talsvert illa úr heimsfaraldrinum en eins og er hefur beðnum um fjárhagslega endurskipulagningu ríflega tvöfaldast milli ára í þeim iðnaði. Þar að meðal Whiting Petroleum.

Ef miðað er við ársgrundvöll dróst hagkerfi Bandaríkjanna saman um 32,9% á öðrum ársfjórðungi ársins. Slíkur samdráttur hefur ekki sést frá síðari heimsstyrjöldinni.