Kína hefur farið fram úr Bandaríkjunum með flesta netnotendur. Yfir 253 milljónir Kínverja nota netið samkvæmt tölum frá kínverskum yfirvöldum. Samkvæmt bandarískri eftirlitsstofnun, Nielsen Online, voru voru 223 milljónir Bandaríkjamanna netnotendur í júní síðastliðnum.

Útbreiðsla netnotkunar í Bandaríkjunum er 71% en einungis 19% í Kína miðað við mannfjölda sem bendir til þess að Kínverjar eigi eftir að stinga Bandaríkjamenn af í þessum efnum á komandi misserum. Þetta þykja talsverð tíðindi vegna þess að frá því að farið var að halda utan um það hve margir væru á netinu hafa Bandaríkjamenn ávallt verið þar í forystu. Netnotkun í Kína á árinu 2008 hefur aukist um 56% miðað við sama tíma á síðasta ári. Sérfræðingar spá því að heildarnotkun á netinu aukist um 18% á ári í Kína og á árinu 2012 verði 490 milljónir Kínverja naetnotendur.

Um 95% þeirra sem nota netið eru tengdir við háhraðanet. Notkun breiðbands hefur stórlega aukist í kjölfar tilboða jarðsímafyrirtækja í Kína sem berjast um hvern viðskiptavin við farsímafyrirtæki í landinu. Um þessar mundir eru farsímanotendur í Kína um 500 milljónir. Þrátt fyrir að hafa náð forystu í fjölda netnotenda er netið sem viðskiptatorg mjög vanþróað í Kína miðað við það sem gerist í Bandaríkjunum og jafnvel Suður-Kóreu. Heildartekjur kínverskra netfyrirtækja voru um 5,9 milljarðar dollara á síðasta ári. Til samanburðar voru tekjur bandarískra fyrirtækja eingöngu af auglýsingasölu á netinu 21,2 milljarðar dollara á síðasta ári. » voru tekjur bandarískra fyrirtækja eingöngu af auglýsingasölu á netinu 21,2 milljarðar dollara á síðasta ári.