*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 26. mars 2015 09:31

Fleiri ný fyrirtæki stofnuð

17% Færri fyrirtæki urðu gjaldþrota undanfarna 12 mánuði en á sama tímabili ári fyrr.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Nýskráningum einkahlutafélaga hér á landi undanfarna 12 mánuði, frá mars 2014 til febrúar 2015, hefur fjölgað um 5% borið saman við 12 mánuði þar á undan. Þannig voru 2.046 ný félög skráð á tímabilinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hagstofu Íslands.

Mest var aukningin í nýskráningu í sérfræðilegri, vísindalegri og tæknilegri starfsemi, 43% á síðustu 12 mánuðum.

Í tilkynningunni kemur einnig fram að gjaldþrotum einkahlutafélaga á sama tímabili hafi fækkað um 17%. Þannig voru 778 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta. Er þetta til marks um bættar horfur í efnahagslífi.