Versnandi verðbólguhorfur vegna veikingar krónunnar og verri hagvaxtarhorfur liggja til grundvallar því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 0,25 prósentu á vaxtaákvörðunarfundi sínum á miðvikudag, að mati greiningardeildar Arion banka. Gangi það eftir munu stýrivextir fara í 6%. Greining Íslandsbanka gerir jafnframt ráð fyrir sömu stýrivaxtahækkun.

Í vaxtaspá greiningardeildar Arion banka er talið til að þeir þættir sem auki líkurnar á hækkun stýrivaxta sé m.a. veikari króna, háar verðbólguvæntingar og skárri horfur á vinnumarkaði en áður.