Hagstofa Bretlands (Office for National Statistics) hefur gefið út nýjar tölur um atvinnuleysi. Atvinnuleysi á 2. ársfjórðungi var 5,2% í Bretlandi. Það er sama hlutfall og var á 1. fjórðungi.

Fjöldi þeirra sem vilja atvinnuleysisbætur jókst í júní um 15.500, og eru þeir nú 840.100 talsins. Fjöldi þeirra sem vilja fá atvinnuleysisbætur hefur ekki aukist jafn mikið á einum mánuði síðan í desember 1992.

Samkvæmt frétt BBC hafa efnahagsaðstæður komið illa niður á fyrirtækjum í fjármála- og fasteignabransanum, og hafa þau sagt upp þúsundum starfsmanna á undanförnum mánuðum.