Í fyrra varð í fyrsta skipti frá árinu 2007 fjölgun innanlandsflutninga þegar tilkynnt var um rúmlega 49 þúsund flutninga einstaklinga. Flestir voru þó innan sveitarfélags, eða rúmlega 31 þúsund skv. tölum Hagstofunnar um búferlaflutninga.

Alls fluttu 10.040 einstaklingar milli sveitarfélaga innan landsvæðis árið 2011 en 8.291 einstaklingur flutti frá einu landsvæði til annars. Þegar aðeins er litið á innanlandsflutninga lá straumurinn frá öllum landsvæðum til höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Þangað fluttu alls 682 umfram brottflutta til annarra landsvæða.