Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Prósent er 75% þjóðarinnar hlynnt því að fæðingarorlof verði lengt úr 12 mánuði í 18 mánuði.

Könnunin fór fram dagana 25. apríl til 12. maí og voru Íslendingar spurðir hvort þeir væru hlynntir eða andvígir því að fæðingarorlof yrði lengt um sex mánuði.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

75% þjóðarinnar sagðist vera hlynnt því, 15% tóki ekki afstöðu en 10% voru andvíg því. Marktækur munur var á afstöðu eftir kyni, en 83% kvenna voru hlynnt lengingu fæðingarorlofs miðað við 66% karla.

Prósent segir einnig að aldur hafi einnig spilað inn í en flestir í aldurshópnum 25-34 ára voru hlynntir lengingu fæðingarorlofs, eða 85%. Aftur á móti voru aðeins 61% hlynntir lengingu í elsta aldurshópnum.