Meirihluti landsmanna telur ríkisstjórnarflokkana best til þess fallna að leiða lög og reglu almenn í landinu, samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR . Í könnuninni var leitað afstöðu almennings til þess hvaða stjórnmálaflokka fólk teldi best til þess fallna að leiða málaflokka sem stjórnvöld þurfa eða gætu þurft að fást við á næstu mánuðum.

Niðurstöður könnunarinnar eru m.a. þær að minnihluti þeirra sem þátt tóku í henni telur ríkisstjórnarflokkana besta til þess fallna að leiða heilbrigðismál, mennta- og skólamál, nýtingu náttúruauðlinda og umhverfismál. Á hinn bóginn töldu 37,5% þeirra sem sögðust styðja Framsóknarflokkinn telja Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða í mennta- og skólamálum.

Könnunin var framkvæmd dagana 9. til 15. janúar síðastliðinn. Heildarfjöldi svarenda var 981 einstaklingar, 18 ára og eldri.