Samfylkingarfólk treystir Árna Páli Árnasyni best til formennsku í flokknum. Þetta eru niðurstöður skoðunakönnunar MMR sem gerð var fyrir Viðskiptablaðið.

57,5% kjósenda Samfylkingarinnar styðja Árna Pál en 42,5% styðja Guðbjart Hannesson. Þeir Árni og Guðbjartur hafa einir lýst yfir framboði til embættisins en formaður Samfylkingarinnar verður kjörin í upphafi næsta árs.

Þótt forskot Árna Páls sé nokkurt meðal samfylkingarfólks vekur athygli mikið fylgi Guðbjarts meðal stuðningsmanna Vinstri grænna.

Fjallað er ítarlega um könnunina í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Á meðal efnis í blaðinu er :

  • 15 starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar fá hlut af milljörðunum 50
  • Gjaldskrá OR verðtryggð næstu 14 árin
  • Hluthöfum Haga fækkar
  • Viðskiptablaðið rýnir í vaxtaákvörðun Seðlabankans
  • Er að myndast bóla á fasteignamarkaði?
  • Enn eitt fyrirtækið úr safni Magnúsar Kristinssonar gjaldþrota
  • Grímur Sæmundsen ræðir um ferðamannaparadísina Bláa lónið í ítarlegu viðtali
  • Óðinn skrifar um íslenska velferðarkerfið
  • Árbæingar styrkja nýja stúku við Fylkisvöllinn
  • Viðskiptablaðið birtir brot úr ævisögu kvikmyndamógúlsins Árna Samúelssonar
  • Nærmynd af lögfræðingnum Mariu Elviru Mendez Pinedo
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um opinber manneldismarkmið
  • Myndasíður, pistlar og margt, margt fleira