Félög Flóabandalagsins hafa samþykkt nýjan kjarasamning á almennum vinnumarkaði, að því er kemur fram í frétt á vefsíðu Eflingar. Félagar VR og Starfsgreinasambandsins hafa einnig samþykkt kjarasamninga. Póstatvkæðagreiðslu lauk á hádegi í dag. Skrifað var undir kjarasamning á almennum vinnumarkaði þann 29. maí síðastliðinn. Kjarasamningurinn gildir frá 1. maí til 31. desember 2018.

Í fréttinni er haft eftir Sigurði Bessasyni, formanni Eflingar, að enginn geti efast um að þessi kjarasamningur njóti stuðnings í samfélaginu nú þegar félagsmenn menn stærstu samningsaðila á almenna vinnumarkaðnum með um 60.000 félagsmenn hafa samþykkt samninginn með miklum meirihluta.

Á kjörskrá í Flóbandalaginu voru 17.085 og atkvæði greiddu 2.883, eða 19,9%. Af þeim sem greiddu atkvæði sögðu 78,9% já og 20,7% nei. Auðir seðlar voru 10 og ógildir 10.