*

fimmtudagur, 20. júní 2019
Erlent 28. júní 2018 13:57

Flug milli London og New York á 2 tímum

Boeing ætlar að búa til flugvél sem getur ferðast fimm sinnum hraðar en hljóð.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að búa til flugvél sem getur ferðast fimm sinnum hraðar en hljóð. Að sögn Boeing gæti slík flugvél komið fólki hvert sem er í heiminum á aðeins einni til þremur klukkustundum. 

Hámarkshraði flugvélarinnar yrði 3.800 mílur á klukkustund. Á slíkum hraða myndi flug milli New York og London taka tvær klukkustundir, en eins og staðan er í dag tekur flug á milli borganna um það bil sjö klukkustundir.

Þó er nokkuð langt í að þessi ofur flugvél verði að veruleika, en að sögn talsmanns Boeing þá gæti hún orðið að veruleika eftir 20 til 30 ár. 

Stikkorð: Boeing flug
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is