„Flugfélag í eigu Íslendinga gjaldþrota“ - Þannig er fyrirsögn fréttar á vef BBC af gjaldþroti Sterling í dag.

BBC greinir frá því að um 700 farþegar félagsins eru nú strandaglópar á Gatwick flugvelli eftir að flugfélag í eigu Íslendinga hafi tilkynnt að það muni óska eftir gjalþrotaskiptum.

Þá kemur fram í frétt BBC að félagið kenni fjármálahruninu á Íslandi um ófarir sínar.

Sjá frétt BBC.