Flugfélag Íslands tók á móti fyrstu Bombardier Q-400 flugvélinni en með komu þessarar flugvélar er formlega hafin endurnýjun á flugflota Flugfélagsins. Alls verða Q-400 flugvélarnar þrjár og munu þær leysa Fokker flugvélarnar af hólmi, en Fokker hætti framleiðslu á flugvélum fyrir 20 árum.

Ljósmyndari Viðskiptablaðsins var viðstaddur lendinguna, en meðal viðstaddra var Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands, hélt ræðu við athöfnina, og Björgólfur Jóhannsson var þá einnig viðstaddur. Sjá má myndir af flugvélinni hér að neðan og í galleríinu að ofan.

Bombardier Q400
Bombardier Q400
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Bombardier Q400
Bombardier Q400
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Bombardier Q400
Bombardier Q400
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)