Samkomulag náðist nú rétt fyrir hádegi í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair og Samtök atvinnulífsins. Þetta kemur fram á vef RÚV . Samninganefndir hafa fundað sleitulaust frá því klukkan ellefu í gærmorgun eða í rúmar 25 klukkustundir.

Samkvæmt upplýsingum úr karphúsinu er nú unnið að lokafrágangi kjarasamnings sem verður undirritaður eftir hádegi. Þar með er búið að afstýra tímabundinni vinnustöðvun flugfreyja hjá Icelandair, sem átti að hefjast klukkan sex í fyrramálið.

Eins og fram kom á VB.is í morgun höfðu flugfreyjur fundað frá klukkan ellefu í gærmorgun eða í um sólarhring.