Gengið hefur verið frá kaupum danska málingavöruframleiðandans Flügger á öllu hlutafé Hörpu Sjafnar, sem verður dótturfyrirtæki danska málningarframleiðandans.

Í tilefni þess hefur verið boðað til blaðamannafundar í dag þar sem sitja fyrir svörum Sören P. Olesen, aðstoðarforstjóri Flügger samstæðunnar, Helgi Magnússon, fráfarandi framkvæmdastjóri Hörpu Sjafnar og Holger Söe, verðandi framkvæmdastjóri Hörpu Sjafnar.

"Það má líkja þessu við danska innrás eftir útrás íslenskra fjárfesta til Danmerkur undanfarið," segir í tilkynningu vegna málsins.