Stjórnendur írska flugfélagsins Ryanair segja að eignarhald á flugvöllum á Norðurlöndunum standa í vegi fyrir því að markaðshlutdeild þeirra aukist frekar. Flugvellir á Norðurlöndunum og hér á landi líka eru almennt í eigu hins opinbera.

Netmiðillinn Túristi hefur eftir talsmanni Ryanair að í Danmörku að félagið geti hugsað sér að stunda innanlandsflug í Skandinavíu. En þar sem engin samkeppni ríki milli flugvalla á svæðinu telji hann ekki hægt að ná það hagstæðum samningum að það borgi sig að hefja stutt flug innan landanna.