Fjármálaeftirlitið (FME) gerir í dag athugasemd við ummæli Þórs Sigfússonar, fyrrverandi forstjóra Sjóvár um að fjárfestingar félagsins hafi verið gerðar í samræði við stofnunina.

Fram kemur á vef FME að Þór hafi sagt í samtali við Vísi í fyrradag; „Allar fjárfestingar voru gerðar í samræmi við Fjármálaeftirlitið sem fékk öll gögn í hendurnar varðandi fjárfestingar Sjóvár.“

„Af þessum ummælum Þórs má skilja að haft hafi verið samráð við Fjarmálaeftirlitið varðandi fjárfestingar Sjóvár. Svo var ekki,“ segir á vef FME.