*

þriðjudagur, 19. nóvember 2019
Innlent 2. október 2019 18:45

FME gerir athugasemd

Fjármálaeftirlitið leggur árlega mat á áhættuþætti í starfsemi sem telst kerfislega mikilvæg. FME gerði athugasemd við Arion.

Ritstjórn
Fjármálaeftirlitið er til húsa í Katrínartúni 2.
Haraldur Guðjónsson

Við árlegt mat Fjármálaeftirlitsins á áhættustarfsemi Arion banka þarf bankinn að viðhalda hærri viðbótareiginfjárkröfu. Þetta kemur fram í tilkynningu Arion banka til kauphallarinnar.

„Fjármálaeftirlitið (FME) leggur árlega mat á áhættuþætti í starfsemi kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja í könnunar- og matsferli (e. Supervisory Review and Evaluation Process, SREP). Ferlið felur m.a. í sér mat á eiginfjárþörf fjármálafyrirtækja sem leiðir af sér viðbótareiginfjárkröfu undir Stoð II (e. Pillar II).

Niðurstaða þessa árlega ferlis fyrir Arion banka liggur nú fyrir. Bankinn skal viðhalda viðbótareiginfjárkröfu sem nemur 3,1% af áhættugrunni, sem er hækkun um 0,2 prósentustig frá fyrra mati. Heildareiginfjárkrafa bankans, að teknu tilliti til eiginfjárauka, hækkar við það úr 19,8% í 20,0%,“ segir í fréttatilkynningunni.