Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt samruna Byrs sparisjóðs og Sparisjóðs Norðlendinga og tekur samruninn gildi frá og með 1. júlí 2007.

Stofnfjáreigendur beggja sparisjóðanna samþykktu samruna þeirra samhljóða seint á síðasta ári og er nú einungis beðið samþykkis Samkeppniseftirlitsins á samrunanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Byr.

Heildareignir sameinaðs fyrirtækis um síðustu áramót námu liðlega 200 milljörðum króna. Hinn nýi sameinaði sparisjóður verður kynntur undir vörumerkinu Byr sparisjóður.