Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með alla skuldabréfaflokka Íbúðalánasjóðs sem teknir hafa verið til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq OMX Iceland hf.

Ástæðan er sú að á ríkisstjórnarfundi í dag sem hófst klukkan 9:30 munu tillögur verkefnisstjórnar um framtíð húsnæðismála verðar kynntar fyrir ríkisstjórn. Tillögurnar verða kynntar opinberlega síðar í dag.

Í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu segir að ákvörðun um að stöðva viðskipti með skuldabréfaflokkana sé tekin til að vernda jafnræði fjárfesta.