Ýmsar hræringar hafa verið á auglýsinga- og markaðsfyrirtækjum hér á landi undanfarið. Sem dæmi má nefna að í sumar sameinuðust ein stærsta auglýsingastofa landsins, PIPAR/ TBWA, og Janúar undir merkjum þess fyrrnefnda. Janúar var aðeins um hálfs árs gamalt fyrirtæki sem varð til þegar auglýsingastofan Fítonog fyrirtækin Miðstræti, Kansas og Skapalón runnu saman. Við sameininguna við PIPAR/ TBWA varð Skapalón aftur sjálfstætt fyrirtæki en hin eru öll hluti af Pipar.

Markaðsstofan VERT tvöfaldaði stærð sína með því að kaupa auglýsingastofuna Expo í sumar. Þá sameinuðust hugbúnaðarfyrirtækið Sprettur og hönnunarstúdíóið Form5 undir nafninu Kolibri í sumar.

Stefán Sveinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðsstofunnar VERT, sem keypti auglýsingastofuna Expo fyrr á árinu, er ekki sammála því að fjölmiðlaumhverfið sé breytt. „Við erum ennþá að aðstoða viðskiptavini okkar í að uppfylla þarfir neytenda með hagnaði. Vissulega eru leiðirnar til þess að hafa samskipti við neytendur sífellt fleiri og flóknari, og það þarf bara að taka tillit til þess við ákvörðun aðgerða.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .