Ólafur Ragnar Grímsson segir Sigmund Davíð hafa sóst eftir þingrofsheimild sem vopni gegn Sjálfstæðisflokknum. Þetta sagði hann í viðtali við Stöð tvö í beinni útsendingu rétt í þessu.

„Flýtirinn var að fá slíkt plagg eða slíkt fyrirheiti sem hann gæti síðan notað sem vopn í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn,” segir Ólafur Ragnar, en hann neitaði Sigmundi Davíð um heimild til þingrofs fyrr í dag, eins og Viðskiptablaðið fjallaði um.

„Forsetinn fer með ábyrgð og skyldur og val sem skipta miklu máli fyrir þingræðið, lýðræðið og fólkið í landinu,” sagði Ólafur.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, þakkaði Ólafi fyrir það sem honum fannst vera skjót og sanngjörn viðbrögð við beiðni Sigmundar í dag þegar hann ræddi við fjölmiðla á Bessastöðum fyrr í dag.

Eins og farið hefur fram hjá fæstum hafa gengið á miklir skruðningar í pólitísku landslagi Íslands - en flestir erlendir netmiðlar hafa fjallað um atburðarásina sem skapast hefur í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um Panama-skjölin svokölluðu.