Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að í dag, 30. júní 2012, fara fram forsetakosningar. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2004 sem kosið er um embætti forseta Íslands en fyrir fjórum árum, sumarið 2008, var núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, sjálfkjörinn. Sex einstaklingar eru nú í framboði.

Á kosningavef innanríkisráðuneytisins, kosning.is, má sjá nánar upplýsingar um kjörstaði. Þar er hægt með einföldum hætti að slá inn sína eigin kennitölu og í kjölfarið birtast nákvæmar upplýsingar um kjörstað og kjördeild. Þetta er hægt að gera með því að smella HÉR .

Sveitarfélög auglýsa kjörstaði við forsetakjör og mörg þeirra birta einnig kjörfundarupplýsingar á vefjum sínum. Á fyrrnefndum vef innanríkisráðuneytisins má sjá nánari lista um kjörstaði í einstaka sveitafélögum með því að smella HÉR .

Flestir kjörstaðir loka kl. 22 í kvöld. Með því að smella HÉR má sjá lista yfir aðsetur yfirkjörstjórna um land allt.