Forsætisráðherra Belgíu, Guy Verhofstadts, baðst í gær lausnar úr embætti í kjölfar þess að samsteypustjórn hans - frjálslyndir og sósíalistar - biðu ósigur í þingkosningunum þar í landi um helgina fyrir kristilegum demókrötum. Verhofstadt viðurkenndi ósigur sinn á sunnudaginn og sagði að hann myndi núna hverfa úr embætti forsætisráðherra eftir átta ára valdasetu, sökum þess að ljóst væri að almenningur vildi nýjan meirihluta.

Kristilegir demókratar fengu 40 sæti af 150 í þinginu og bættu við sig 11 mönnum. Flokkur Verhofstadts, frjálslyndir, tapaði hins vegar átta mönnum og fékk samtals 41 sæti á þinginu. Samstarfsflokkur frjálslyndra, Sósíalistaflokkurinn, hlaut mestu útreiðina í þingkosningunum og missti 14 þingsæti og fékk 34 þingmenn kjörna.