Sú hugmynd að sameina Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann er enn til athugunar sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra á Alþingi í dag.

Geir var þar að svara fyrirspurn Birkis J. Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokks.

Geir sagði að hugmyndin gengi út á að færa bankaeftirlitið aftur til Seðlabankans. „Hún er allrar góðra gjalda verð," sagði hann og hélt áram.

„En þetta er eilítið flóknara mál heldur en að menn kannski héldu og kallar á lagabreytingar. Þeim verður ekki komið á fyrir næstkomandi áramót."