Stjórn Ísfélags Vestmannaeyja hf. ákvað á fundi sínum í dag að segja upp Ægi Páli Friðbertssyni framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann þegar látið af störfum. Ástæða uppsagnarinnar er, að óbreyttu, tap félagsins af afleiðusamningum við íslenska banka. Telur stjórn félagsins að framkvæmdastjórinn hafi farið út fyrir heimildir sínar í störfum sínum.

Stjórnin harmar að til uppsagnarinnar þurfi að koma en telur ekki undan því vikist í ljósi alvarleika málsins, segir í fréttatilkynningu.

Frá þessu er greint á vefnum sudurlandid.is. Þar segir ennfremur að samkvæmt heimildum Eyjafrétta hafi Baldvini Johnsen, fjárreiðustjóra Ísfélagsins einnig verið sagt upp störfum.