Stjórn American Apparel hefur tilkynnt að Dov Charney stofnandi fyrirtækisins verði vikið úr sæti sem stjórnarformaður og stefnt er að því að reka hann úr forstjórasætinu einnig vegna stöðugra áminninga um óviðeigandi athafnir.

Stjórnin býst við að geta rekið Charney eftir 30 daga samkvæmt samningnum hans. Charney hafði byggt upp fyrirtækið sem eitt af því virtasta í tískuiðnaðinum, meðal annars með því að fordæma barnaþrælunkun og framleiða einungis vörur í Bandaríkjunum. Hins vegar hefur lífstíll hans tekið sinn toll á ímynd fyrirtækisins.

Charney tók meðal annars þátt í tískuherferð þar sem hann var einungis í nærbuxum með tveimur konum upp í rúmi og hét auglýsingin ,,uppi í rúmi með yfirmanninum." Auk þess hefur Charney verið margoft stefnt vegna kynferðislegrar áreitni í garð samstarfskvenna sinna.

Fyrirtækið er stór skuldsett í augnablikinu en skuldir þess námu 240 milljónum dollara í febrúar. Auk þess hefur hlutabréfaverð fyrirtækisins hrapað síðan árið 2008.

John Luttrell, fjármálastjóri fyrirtækisins, mun gegna hlutverki forstjóra American Apparel á meðan leitað verður eftir nýjum forstjóra.