Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, var með 374.000 evrur í árslaun í fyrra, að því er kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins. Þetta jafngildir því að Gylfi hafi verið með um 61,7 milljónir króna í laun og hlunnindi á ári, eða um 5,1 milljón á mánuði.

Framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnunarsviðs, Hilmar Pétur Valgarðsson, var með um 47,7 milljónir í laun og hlunnindi í fyrra sem jafngildir rétt tæpum fjórum milljónum króna á ári. Bragi Þór Marínósson, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs, er þriðji launahæsti starfsmaður Eimskips með um 3,4 milljónir króna á mánuði.

Þrír aðrir framkvæmdasstjórar, Guðmundur Nikulásson, Ásbjörn Skúlason og Matthías Matthíasson, eru svo allir með svipuð laun eða um 2,5-2,6 milljónir króna á mánuði.