Ágúst Torfi Hauksson forstjóri Jarðborana.
Ágúst Torfi Hauksson forstjóri Jarðborana.
© None (None)

Ágúst Torfi Hauksson, forstjóri Jarðborana, er hættur hjá fyrirtækinu eftir stutta veru. Hann var ráðinn í mars á þessu ári. Fram kemur í tilkynningu frá Jarðborunum að Ágúst Torfi og stjórn Jarðborana hafi ekki verið sammála um leiðir að því markmiði að efla rekstur fyrirtækisins og því verið gert samkomulag um að hann láti af störfum.

Baldvin Þorsteinsson, stjórnarformaður Jarðborana, mun setjast í forstjórastólinn á meðan leitað verður að eftirmanni Ágústs Torfa.

Viðskiptablaðið greindi frá því í síðustu viku að Jarðboranir hafi tapað tæplega einum milljarið króna á síðasta ári. Ágúst sagði í samtali við blaðið að árið hafi verið eitt það erfiðasta hjá fyrirtækinu síðari ár. Fyrirtækið hafi farið út í umtalsverðar fjárfestingar á tækjum og tólum vegna verkefna sem ákveðin voru á árunum 2007 til 2009 en mörg þeirra dottið upp fyrir í kjölfar hrunsins haustið 2008. Í samtalinu sagði hann búast við betra ári nú þótt blikur séu á lofti enda verkefnastaðan tvöfalt betri.