Hroki og oftrú starfsmanna bandaríska Nasdaq-kauphallarinnar í Bandaríkjunum leiddu m.a. til klúður skráningu samfélagsvefsins Facebook á hlutabréfamarkað fyrir rétt rúmum mánuði. Þetta segir Robert Greifeld, forstjóri kauphallarinnar. Hann var með erindi um markaðinn á stjórnendaráðstefnu við Stanford-háskóla á sunnudag.

Greifeld sagði í erindi sínu starfsmenn Nasdaq-markaðarins hafa þrautreynt kauphallarkerfið áður en hlutabréfin voru tekin til viðskipta. M.a. hafi verið prófað að velta fleiri hlutabréfum í gegnum kerfið en venja er. Ekki hafi hins vegar verið gert ráð fyrir því að jafn mörg viðskpti yrðu dregin til baka og raunin varð í aðdraganda fyrstu viðskipta.

Sjálfur var Greifeld með Mark Zuckerberg í höfuðstöðvum Facebook í Kaliforníu þegar viðskipti með hlutabréfin hófust.

Fjárfestar sem áttu viðskipti með hlutabréf Facebook í upphafi áttu ekki beint góða daga. Fyrstu viðskiptin töfðust um 30 mínútur og áttu fjárfestar í vandræðum með að höndla með hlutabréfin og hætta með þau. Í umfjöllun bandaríska dagblaðsins The Wall Street Journal um málið, kemur fram að talið sé að fjárfestar og fjármálafyrirtækið hafi tapað rúmum hálfum milljarða dala, jafnvirði 63 milljarða króna, á hlutabréfum sem þeir ætluðu ekki að kaupa, gátu ekki selt eða fengu í hausinn frá óánægðum viðskiptavinum.

Þá hefur Facebook ekki vegna neitt sérstaklega vel á hlutabréfamarkaði sem er þvert á þær gríðarlegu væntingar sem bornar voru til þess í aðdraganda skráningar. Gengi hlutabréfa fyrirtækisins stóð 38 dölum á hlut í fyrstu viðskiptum en gerðu lítið annað að lækka. Í gær stóð gengið í 32 dölum á hlut. Lægst fór það hins vegar í 25,52 dali á hlut.