Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjaframleiðandans Össurar, var með sem svarar til tæpra 8,5 milljóna króna í mánaðarlaun á síðasta ári. Fram kemur í ársskýrslu Össurar að föstu grunnlaun Jóns á síðasta ári námu 897 þúsund bandaríkjadölum, sem jafngildir 101,3 milljónum íslenskra króna á tólf mánaða tímabili. Árið 2012 námu árslaun Jóns 927 þúsund dölum eða sem nemur 104 miljónum íslenskra króna.

Enn föst laun Jóns segja hins vegar ekki alla söguna um kjör hans. Við þau bætast árangurstengdar bónusgreiðslur og fleira til. Í Bónus Jóns nam í fyrra 100 þúsund dölum, sem nemur 11,3 milljónum íslenskra króna. Önnur hlunnindi og kaupréttir færðu mánaðarlaunin upp í 1,3 milljónir dala. Það gera 147,1 milljón íslenskra króna á tólf mánuðum eða rúmar 12,5 milljónir króna í laun á mánuði ef allt er talið. Þetta er engu að síður nokkur launalækkun á milli ára en árið 2012 námu heildartekjur Jóns í Össur rétt rúmum 1,4 milljónum dala.

Jón var langsamlega launahæsti stjórnandi Össurar í fyrra. Næstur honum kom Ólafur Gylfason, sölu- og markaðsstjóri fyrirtækisins. Hann var með 414 þúsund dali í laun á öllu síðasta ári eða sem nam 3,9 milljónum íslenskra króna á mánuði.