Andy Palmer, fyrrverandi lykismaður hjá Nissan, hefur verið ráðinn sem forstjóri breska bílaframleiðandans Aston Martin. Leitin að forstjóranum hefur verið löng og ströng enda hún tekið um ár. Vonast er til að Palmer nái að hífa Aston Marton upp á þann stall í lúxusbílaflokki sem stjórn fyrirtækisins álítur að hann eigi að vera á, samkvæmt umfjöllun breska viðskiptablaðsins Financial Times af ráðningunni.

Blaðið segir um Palmer að hann sé reynslubolti mikill í breskum bílageira og því hafi hausaveiðarar haft augastað á honum lengi. Palmer er 51 árs og kom til Nissan árið 1991 frá Rover.

Financial Times segir brotthvarf Palmers frá Nissan vísbendingu um vandræðaganginn hjá Renault-Nissan og vísar til þess að í fyrra hafi Carlos Tavares, sem löngum var talinn arftaki Carlos Ghosn, forstjóra Renault-Nissan. Tavares fór reyndar ekki langt en hann stýrir nú franska bílaframleiðandanum Peugeot.