*

sunnudagur, 18. ágúst 2019
Erlent 26. janúar 2017 18:30

Forstjórinn fær ekki launahækkun

Hluthafar Imperial Brands felldu tillögur um launahækkun forstjórans, fjármálastjórans og þróunarstjórans.

Ritstjórn
epa

Hluthafar tóbaksfyrirtækisins Imperial Brands neituðu tillögu um 54% launahækkun hjá forstjóra fyrirtækisins. Þetta kemur fram á vef CNN Money.

Einnig lá fyrir að hækkað laun fjármálastjóra og þróunarstjóra fyrirtækisins, en hluthafar félagsins felldu einnig þær tillögur.

Talsmaður Imperial Brands, segir viðhorf fjárfesta gagnvart launahækkunum almennt hafa breyst á síðustu árum. Stjórn fyrirtækisins er þó á því að hækka verði laun forstjórans, fjármálastjórans og þróunarstjórans.

Imperial Brands er skráð á markað í London og er hluti af FTSE100 vísitölunni. Meðallaun forstjóra þessara 100 fyrirtækja nema um 5,5 milljónum punda.

Tillagan sem hluthafar félagsins felldu, hefði aftur á móti valdið því að Alison Cooper, forstýra félagsins, hefði fengið 8,5 milljónir punda í árslaun.

Stikkorð: London Laun Hluthafar