Fossar Markaðir hyggjast opna nýja skrifstofu í London snemma á næsta ári. „Tilhögunin hefur verið í undirbúningi í nokkurn tíma,“ sagði Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa, í samtali við Viðskiptablaðið.

Aðspurður að því hver tilgangur opnunarinnar sé, segir Haraldur hann í raun tvíþættann; Í fyrsta lagi til að auka við það hlutverk sem Fossar hafa byggt á upp á síðkastið, það er að styðja innlenda aðila í fjárfestingum erlendis. Annars vegar bendir Haraldur á að það væri eðlilegt skref fyrir Fossa að verða leiðandi fyrirtæki í viðskiptum erlendra aðila hér heima fyrir.

Haraldur segir jafnframt að líklegt sé að þetta verði frágengið á fyrsta ársfjórðungi næsta árs, en umsókn Fossa er í ferli hjá eftirlitsaðilum í Bretlandi eins og sakir standa.

Hann segir einnig markaðsumhverfið vera að breytast með losun hafta og segir það breytast enn frekar um áramótin næstu. „Í því felast margs konar tækifæri fyrir innlenda fjárfesta,“ bætir hann við. Að lokum segist Haraldur gífurlega spenntur yfir opnuninni.