Í Viðskiptaþættinum hefur að undanförnu verið rætt við forráðamenn sveitarfélaganna víða um land sem standa nú með nýjar fjárhagsáætlanir í höndunum. Að þessu sinni ætlum við að heyra í Ársæli Guðmundssyni sveitastjóra sveitafélagsins Skagafjarðar og fara yfir fjármálastöðu sveitarfélagsins og hvað er að gerast í atvinnumálum á svæðinu.

Að því loknu ætlum við að taka stöðuna á skuldabréfamarkaði með aðstoð Guðbjargar Önnu Guðmundsdóttur sérfræðings hjá Íslandsbanka.

Það kom mörgum á óvart að Ísland er eitt vinsælasta leitarorð Breta á netinu. Viðskiptaþátturinn ætlar að heyra í Halldóri Arinbjarnarsyni vefstjóra Ferðamálaráðs til þess að setja okkur inn í leyndardóma leitarorða og leitarvéla á netinu.

Í lokin kemur síðan Gunnar Bachmann framkvæmdastjóri Atlantsskipa í þáttinn en þeir voru að hefja siglingar til Færeyja í dag.

Þess má geta að Útvarp Saga næst nú á Akureyri en til þessa hafa Akureyringar orðið að sætta sig við að hlusta á Útvarp Sögu í gegnum netið.