Dregur hefur úr krafti í frönsku efnahagslífi á seinni hluta ársins og heldur það aftur af bata á evrusvæðisins, að mati sérfræðinga. Pantana-vísitala franskra fyrirtækja (e. Markit’s Purchasing Managers Composite) stendur nú í 47 stigum sem er einu sinni lægra en í nóvember og hefur vísitalan ekki verið lægri í sjö mánuði. Þegar vísitalan er undir 50 stigum bendir það til samdráttar í efnahagslífinu.

Breska dagblaðið Financial Times hefur eftir Andrew Harker, aðalhagfræðingi hjá Markit, að staðan sé alvarleg og sé eðlilegt að fólk hafi áhyggjur af stöðu mála. Til samanburðar mælist vísitalan 52,1 stig að meðaltali innan evrusvæðisins sem merkir að samdráttarskeiðið þar er að baki. Því til staðfestingar hafa pantanir hjá fyrirtækjum á evrusvæðinu ekki verið meiri síðan í júní í hittifyrra, þ.e. árið 2011. Mesti krafturinn er hjá fyrirtækjum í Þýskalandi, að sögn Financial Times.