Francois Holland, forseti Frakklands, segir að Frakkar séu enn reiðubúnir til þess að grípa til hernaðaraðgerða með Bandaríkjunum gegn sýrlenskum stjórnvöldum. Þetta sagði hann í dag, eftir að ljóst varð að Bretar munu ekki grípa til hernaðaraðgerða.

Bandaríkjamenn hafa sagt að þeir væru enn að leita breiðrar samstöðu fyrir árás og Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, mun hitta þjóðaröryggisráð sitt til að fara yfir stöðu mála.

Sameinuðu þjóðirnar rannsaka ásakanir um að hersveitir Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, hafi notað efnavopn gegn þegnum sínum. Assad neitar ásökunum og kennir andspyrnuhreyfingum um.

BBC greindi frá.