Francois Hollande, forseti Frakklands, greindi frá því í dag að stjórnvöld nái ekki þeim markmiðum sínum á þessu ári sem miða áttu að því að lækka skuldir hins opinbera. Fjárlög Frakka gerðu eins og önnur aðildarríki Evrópusambandsins ráð fyrir því að halli á fjárlögum yrði ekki meira en sem nemur 3% sem hlutfall af landsframleiðslu. Raunin virðist hins vegar sú að allt stefni í að hallinn verði ívið hærri eða 3,7%.

Breska ríkisútvarpið, BBC , bendir á að svipuðu máli gegni reyndar um önnur evruríki, skuldir þar eru hærri en þak Evrópusambandsins kveður á um.

Lækkun skulda niður að markmiðið Evrópusambandsins var eitt af kosningamálum Hollande á síðasta ári og lagði hann ríka áherslu að stefna hans í efnahagsmálum myndi skila þeim árangri. Skuldir Frakka nema nú 4,5% sem hlutfall af landsframleiðslu. Hollandi sagði á fundi með blaðamönnum í dag þar sem hann ræddi um málið að árangurinn sé engu að síður góður og benti á að skuldahlutfall Frakka hafi staðið í 5% árið 2011.