Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, segir að inngrip ríkisins í rekstur Sjóvár, þegar ríkið lagði eignir upp á 11,6 milljarða króna til fyrirtækisins, hafi verið fráleit aðgerð. Hún hafi skekkt samkeppnisstöðu og verið óþörf „að öllu leyti“. Þá sé það um margt undarleg staða að eigandi Sjóvár sé nú sami aðilinn og ákvarðar vexti, prentar fé og verðleggur raunar einnig gjaldmiðilinn gagnvart öðrum myntum, eins og mál standa nú. Augljóst sé að þetta fari ekki saman.

Sp. blm Hvernig horfir þessi aðgerð ríkisins, að hjálpa Sjóvá, við þér núna um einu og hálfu ári eftir að gripið var til hennar?

„Mér finnst fullkomlega fráleitt að Seðlabanki Íslands standi í samkeppnisrekstri, sérstaklega á þeim grundvelli sem raunin varð í tilfelli Sjóvár. Aðgerð hins opinbera, sem að lokum leiddi til þess að Seðlabanki Íslands er nú kjölfestueigandi Sjóvár, var óþörf. Á þetta var ítrekað bent þegar verið var að leita lausna á stöðu Sjóva en fulltrúar stjórnvalda, hlustuðu ekki á sjónarmið okkar eða annarra sem hafa besta þekkingu á markaðnum,“ segir Sigurður.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir Tölublöð.