Andri Guðmundsson, framkvæmdastjóri HF Verðbréfa, er hæfur til þess að fara með virkan eignarhlut í H.F. Verðbréfum sem nemur allt að 20% eignarhlut. Fjármálaeftirlitið tilkynnti um þessa niðurstöðu á vefsíðu sinni í dag, en það hefur nú lagt mat á hæfi Andra til þess að fara með virkan eignarhlut í félaginu.

Andri hefur starfað hjá HF Verðbréfum frá árinu 2005 og tók við starfi framkvæmdastjóra í janúar á þessu ári.