EFTA-dómstóllinn í Lúxemborg hefur orðið við beiðni Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) um meðalgöngu í máli ESA, eftirlitsstofnunar ETA, gegn Íslandi vegna Icesave-reikninga Landsbankans. Greint er frá þessu á Vísi .

Framkvæmdastjórnin óskaði eftir meðalgöngu í lok síðasta mánaðar. Dómstóllinn úrskurðaði í gær að framkvæmdastjórninni sé heimilt að taka þátt í málarekstrinum og fá aðgang að öllum málskjölum. Undir úrskurðinn rita Carl Baudenbacher forseti EFTA-dómstólsins og Skúli Magnússon dómritari.