Sveitarstjórn Rangárþings eystra og skipulagsnefnd Rangárþings veittu í dag framkvæmdarleyfi til hafnargerðar við Bakkafjöru. Var leyfið samþykkt án allra athugasemda.

Ekkert virðist því til fyrirstöðu að framkvæmdir hefjist þrátt fyrir að Siglingastofnun hafi ekki náði samningum við landeigendur á Bakka vegna gerðar Landeyjahafnar. Vísaði Siglingastofnun því máli til samgönguráðuneytisins sem fer með heimild til  að gera eignarnám.

Sem kunnugt er átti Suðurverk hf. lægsta tilboðið í gerð hafnarinnar og tengdra vega, en framkvæmdum á að ljúka 1. júlí 2010.

Hljóðaði tilboðið upp á tæpa 1,9 milljarða króna sem er 60,1% af kostnaðaráætlun.