Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, hefur sagt starfi sínu lausu og mun Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Hildings, gegna störfum framkvæmdastjóra félagsins til bráðabirgða, segir í tilkynningu frá félaginu. Hildingur er dótturfélag KEA.

Andri segir í tilkynningunni að hann segi upp af persónulegum ástæðum. Stjórn KEA hefur fallist á uppsögn hans.

"Við hjónin eigum von á tvíburum auk þess sem við eigum fyrir fjögur börn átt ára og yngri. Í ljósi þessa taldi ég mér ekki annað fært en að biðja um langt fæðingarorlof í samræmi við lög og reglur. Þetta hefði þó leitt til þess að málefni KEA hefðu verið í biðstöðu um lengri tíma og taldi stjórn það óheppilegt. Ég hef því ákveðið að segja starfi mínu lausu og víkja strax fyrir nýjum manni," segir Andri.

Hann segir félagið hafa styrkt fjárhagsstöðu sína verulega á undanförnum árum og að ný stefna hafi verið mótuð. Verulegur árangur hefur náðst í ?mörgum verkefnum og vil ég þar nefna sem dæmi fjárhagslega endurskipulagningu Norðlenska matborðsins og alþjóðlegu hugmyndasamkeppnina Akureyri í öndvegi. Skoðanakönnun síðastliðinn vetur sýndi almennt jákvætt viðhorf til félagsins og starfsemi þess," segir Andri.