Framkvæmdir við lagningu hitaveitu á Eskifirði eru nú komnar á fullt. Er það fyrirtækið GV-Gröfur frá Akureyri sem vinnur nú að lagningu 1. hluta dreifikerfisins frá borholunum í Eskifjarðardal út Dalbraut og Strandgötu. Stefnt er að tengingu fyrstu 50 húsanna við dreifikerfið á þessu svæði þann 15. desember næstkomandi og önnur 50 verði tengd við dreifikerfið fyrir 15. júní á næsta ári. Hitaveituframkvæmdum á Eskifirði á svo að vera fullu lokið fyrir árslok 2005.

Samhliða lagningu dreifikerfisins er nú verið að ljúka frágangi í kringum seinni borholuna ásamt hönnun stjórnkerfis fyrir veituna.