Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 5. febrúar sl. að hækka framlag bæjarsjóðs til Manngildissjóðs um einn milljarð króna. Manngildissjóðurinn var stofnaður árið 2003 og eru veittir styrkir úr honum árlega sem nema fjármagnstekjum höfuðstóls auk frjálsra framlaga í sjóðinn. Með nýrri samþykkt bæjarstjórnar hækkar höfuðstóllinn um helming en hann var áður 500 milljónir.         Hlutverk Manngildissjóðs er að veita fjárhagslegan stuðning, styrki og viðurkenningar til verkefna á sviði fræðslu, fjölskyldu- og forvarnarmála, menningar- og lista, umhverfismála, tómstunda- og íþróttamála eða til stuðnings verkefna í þágu mannræktar og aukins manngildis í Reykjanesbæ.

Stjórn Manngildissjóðs er skipuð fulltrúum bæjarráðs og gerir hún árlega áætlun um tekjur og gjöld sjóðsins.

Undir Manngildissjóð falla m.a. Tómstundasjóður, Íþróttasjóður, Forvarnarsjóður, Menningarsjóður, Listaverkasjóður og Þróunarsjóður leik- og grunnskóla.