Gengi hlutabréfa indverska lyfjafyrirtækisins IOL hafa hækkað um ríflega 60% frá því byrjun mánaðarins en fyrirtækið er stærsti framleiðandi á hinu vinsæla verkjalyfi íbúprófen eða íbúfen í heiminum. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg .

Fyrirtækið sem stendur undir um þriðjungi af íbúprófen framleiðslu heimsins hefur notið góðs af því að starfsemi stærsta samkeppnisaðilans sem staðsettur er í Hubei hérðai í Kína þar sem kórónaveiran á upptök sín hefur legið niðri síðustu vikur en Hubei Biocause Pharmaceutical framleiðir um 10% af íbúrprófeni heimsins.

Hefur þetta leitt til þess að kílóverð á íbúprófeni hefur hækkað úr 15 dollurum í 18 dollara á kílóið. Forstjóri IOL segir í samtali við Bloomberg að gat sé í markaðnum sem fyrirtækið ætli að nýta sér. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að tekjur þess muni aukast um 25% á fyrsta ársfjórðungi.