Vísitala framleiðsluverðs lækkaði um 1,3% á milli mars og aprílmánuðar, en ef horft er til 12 mánaða tímabils til apríl í ár hefur hún hækkað um 1,0%.

Lækkuðu afurðir stóriðju um 3,8% á milli mars og apríl í ár og annar iðnaður lækkaði um 0,9%, meðan afurðir sjávarútvegs hækkuðu um 0,6% að því er fram kemur á vef Hagstofunnar .

Þegar horft er til 12 mánaða tímabilsins frá apríl 2017 til apríl 2018 þá sést að verð sjávarafurða hefur hækkað um 3,2%, afurðir stóriðju um 1,1% og matvkæði hafa hækkað um 0,9%. Annar iðnaður lækkaði hins vegar um 2,8% á sama tímabili.

Útfluttar afurðir hækkuðu svo um 1,3% á einu ári, meðan verð þeirra afurða sem seldar voru innanlands hækkuðu um 0,1%.