Iðnaðarframleiðsla jókst um 0,2% í Bandaríkjunum í júlí, borið saman við júní. Mestu munar um 3,6% aukningu í ökutækjaframleiðslu.

Vöxturinn er meiri en greiningaraðilar höfðu spáð fyrir um, en minni en í júní þegar hann var 0,4%.

Greiningaraðilar segja þó að aukin ökutækjaframleiðsla sé meira vegna þess að starfsmenn í stórum verksmiðjum hófu störf aftur eftir verkfall en vegna þess að bílabransinn sé að ná sér.