Útlit er fyrir að flokksþing framsóknarmanna, sem fram fer þar næstu helgi, verði hið fjölmennasta sem haldið hefur verið.

Alls 1.003 fulltrúar hafa rétt til setu á þinginu.

Nýr formaður Framsóknarflokksins verður kosinn á þinginu en Valgerður Sverrisdóttir gefur ekki kost á sér áfram. Fimm hafa lýst því yfir að þeir sækist eftir formannsstólnum. Fjórir hafa boðið sig fram til varaformennsku eða til ritarastarfs.

Sigfús Ingi Sigfússon, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Viðskiptablaðið í vikunni að fulltrúatalan á þinginu miðaðist við fjölda flokksmanna. Frá síðasta flokksþingi hefði fjölgað í flokknum. Frestur til að skila inn kjörbréfum rennur út á föstudag 9. janúar.